26.03.01.

Þegar við horfum til framtíðar! 1.

Þegar við horfum til framtíðar, að þá þurfum við að hafa í huga að allt er breytingum háð sem undir sólinni er og að þröngsýni og afturhald breyta engu um þróun framtíðarinnar.

Menn geta verið þröngsýnir og afturhaldssamir ef þeir kjósa svo, en það þýðir einungis að þeir munu eiga afskaplega erfiða tíma, vegna þess að það er alltaf erfit að kyngja ja á seinustu stundu og þá oft sjóðandi heitu.

Við verðum að hafa víðsýni til að horfa til þess, að hinn mennski heimur, heimur hins holdlega manns geti breyst og orðið góður heimur.

Margir segja að hann sé það í dag, en ég bið forláts á því en mér finnst það ekki, mér finnst ekkert gott við það, að menn taki líf hvors annars eins og að fá sér tesopa og mér finnst ekkert gott við það, að menn skerðist ekki við að lítillækka hvern annan rétt eins og að draga andardráttinn og mér finnst ekkert gott við það heldur, að menn gangi um sinn dýrasta auð, þar sem móðir nátúra er, eins og hún sé einkaruslahaugur þeirra sjálfra.

Ég tel góðan heim, þar sem allir eru fæddir jafnir án tillits til litarháttar, trúarbragða, eða þjóðfélags stöðu á annað borð, mér finnst það góður heimur þar sem lífið, hvort heldur það er líf manna eða dýra, er það sem virt er ofar öllu öðru og engum dettur í hug að sé sjálfsagaður hlutur að leika sér að taka, mér finnst það góður heimur þar sem fólk skilur það, að jörðin móðir þeirra í holdlegum líkama, er þeim sú dýrasta uppspretta sem þeir eiga fyrir lífskraft og endurnýjunar kraft sinn.

Á þessum tveimur tvöföldum þremur atriðum finnst mér mikill munur, ég mundi kannski orða það svo, að það sé á milli himinn og haf.

Fólk þarf líka að vera meðvitað um það, að það getur einginn farið í sendiferð eða krossferð og bjargað öllum heiminum, það eina sem þú getur breitt ert þú sjálfur.

Hvað aðra varðar, þá getur þú verið til staðar, sértu spurður sagt reynslu þína, látið öðrum í té þær upplýsingar, um hversu þér líði miklu betur í jafnvægi og sátt við sjálfan þig og umhverfi þitt.

En svo eru að sjálfsögðu aðrir, sem hafa komið hingað inn sem sendiboðar og kennarar, þeir geta hver um sig kennt sína leið, að þessum markmiðum, en þeir geta ekki breytt neinum frekar en allir hinir.

Þeir geta kennt fólki hvernig þeir vinna með þessar orkur, þeir geta kennt fólki einhverja einna eða jafnvel tvær aðferðir til að hjálpa sjálfu sér, þeir geta kennt fólki að það borgisig að hugsa jákvætt, en þeir geta aldrei breyt fólkinu.

Í lokinn vill ég biðja fólk að horfa til þess, að breytingar gerast ekki á einni nóttu, það fer enginn að sofa með jákvætt hugarfar og er þar með orðin jákvæð persóna upp frá því, allt þarf að vinna við verðum í fyrsta lagi, að hafa löngun til að vinna hlutinn, því að ef við vinnum hann aðeins af skildu rakni þá skilar hann engum árangri, í öðru lagi þá þurfum við að vinna það samviskulega en samt ekki með stækkunargleri, vegna þess ef að við ætlum að eltast við allar misfellur á dúknum líka þá, þegar við tókum tíkallin sem við áttum ekki að taka einhver tíman þegar við vorum börn og keyptum okkur fyrir hann karamellu, svo ég nefni nú einhvert dæmi sem er afskaplega smámuna samt, að þá sitjum við föst í miklu meira en ævilangri vinnu á hinum ýmsu sviðum, en við þurfum að vinna með þær tilfinningar sem ekki eru heilar, þær eru það eina sem við þurfum að vinna með, þannig að við getum verið sátt við sjálf okkur, þannig að við getum setið ein með þögninni og fattað það eins og ég orða það, að þögnin er að tala við okkur og okkur finnst það skemmtilegt að hlusta á hana.

Þegar við fáum þannig innrifrið þá er ekkert sem getur í raun haft áhrif á okkur, vegna þess að þegar þú getur hlustað á þögnina þá eru engar tilfinningar sem eru að ýta við þér, engar óþægilegar minningar sem eru að ýfa þig upp, því ég kalla það ekki að hlusta á þögnina þegar við erum að munn högvast við tilfinningarnar okkar ef við getum orðað það þannig.