19.03.01.

Víðsýni.

Að þessu sinni langar okkur til að beina umræðunni í pistlaformi inn á víðsýni, víðsýni fyrir kynþáttum, víðsýni fyrir því að leifa hverjum að vera svo sem hann er í þennan heim borinn, ekki aðeins svartur eða gulur, heldur líka rauður og hvítur.

Margir mundu vilja halda, að með þessum orðum væri ég að vitna til kynstofna jarðarinnar, en með þessu er ég að vitna til litar hverjar sálar fyrir sig, því að allir litir litrófsins fylja sálinni inn í þennan jarðneska efnisheim, hvernig svo sem hörunds litur hennar kann að vera, hörundsliturinn er einhvað sem ákveðin svæði á jörðinni hafa búið til fyrir hinn holdlega líkama, til þess að hann megi vera sem best í stak búinn til þess að takast á við þær kringumstæður sem eru hverju sinni á því svæði sem hann býr á.

Því eins og fólk er meðvitað um, eru kringumstæður hinna upprunalegu sköpunar hvers kynstofns afskaplega mismunandi, þá má að vísu spyrja, hver vegna breytist ekki kynstofninn þegar hann flytur á nýtt og annað svæði?

En því er til að svara, að breytingar sem verða á efniskenndu holdi, hvort sem það er manna eða dýra, taka árþúsundir að eiga sér stað, þess vegna mundi einginn geta merkt breytingarnar fyrr en eftir einhver þúsund ár, því það er svo stutt síðan að blöndun kynstofnana varð á milli heimsálfanna eins og það er orðað.

Einnig vill ég vekja athygli á því, að þegar rætt er um kynstofna jarðarinnar, tilhneigingu þeirra til að undiroka alla aðra sem koma inn á þeirra yfirráða svæði og eru ekki af sama kynstofni, þá er sú tilhneiging afskaplega sambærileg, við þá tilhneigingu sem fylgir trúarbrögðum jarðainnar.

Flestir gera sér eflaust grein fyrir því, að öll eru trúarbrögðin í raun frá sama meiði, frá sama kjarna, en færri gera sér grein fyrir því, að það var með trúarbrögðin rétt eins og kynstofnanna, þau voru sniðinn og hönnuð fyrir þau landsvæði sem þau komu fram á, til þess að þau mættu á þeim tíma verða skilningur fyrir fólk, sem leitaði að "sannleika" sannleika sem oftar en ekki er ekki til, síðan varð með trúarbrögðin rétt eins og kynstofnana, þau blönduðust milli heimsálfa og síðar varð það tísku fyrirbrigði hverju sinni, eftir að frelsisbylgja hefur almennt farið um heiminn, hvaða trúarbrögð eru mest iðkuð hverju sinni.

Það hefur í gegnum veraldarsöguna verið reynt að brjóta upp minnstur kynþáttana, rétt eins og að gerð hafa verið fleiri en einn tilraun til að brjóta upp minnstur trúarbragðanna, tilgangur þess að reynt er að brjóta upp á þennan hátt er einfaldur en skýr, allir þeir sem festast í þeirri gömlu hugsun að, þeirra skoðun sé réttari og rétthári heldur en skoðun einhvers annars kynstofns, einhvera annarra trúarbragða og hver sá sem setur sig sem drottna yfir öðrum, hvort svo sem hann er af öðrum kynstofni eða öðrum trúarbrögðum, hann er komin úr sambandi við sjálfan sig, hann er komin ú sambandi við lögmál náttúrunnar og við lögmál það sem ríkir og hefur ríkt meðal manna frá upphafi.

Lögmáli sem segir, að allir séu bornir jafn réttháir inn í efnisheiminn, einginn sé öðrum æðri eða meiri, því allir hafi sama rétt til þess að fæðast inn í þennan heim, lifa hinu efnis kennda lífi læra og þroskast og snúa síðan til baka aftur reynslunni ríkari, tilbúin til að vinna úr þeirri reynslu og koma síðan aftur og afla sér nýrrar.

Þeir sem boða að einn kynþáttur sé öðrum æðri, ættu að færa þá hugsun inn til höfuðsins að eftir því sem þeir boða þennan voðskap af meiri ákefð og meiri eigingirni, eftir því eru meiri líkur til þess að þeir komi inn í þann kynstofn sem þeir fordæma til þess, að skilja það að sá kynstofn er alveg jafn rétthár og sá sem þeir koma frá.