Til Baka

14.05.01.

HUGLEIÐING UM BIRTINGUNA. 3

4 HREINN VILJI.

Birting hreins vilja er einn erfiðasta birtingin því í henni felst að komast fram hjá egóinu og birta aðeins vilja andans þíns anda þinar sálar, eins og allar birtingarnar er þessi birting í tveim hlutum.

Í fyrsta lagi felst hún í því að hreinsa egóið af ég vill í þeirri merkingu að hrósa og gera allt í eiginn nafni í eiginn þágu, og í öðru lagi að birta vilja guðs það er þinnar sálar það er þann vilja sem þjónar aðeins hreinum óeigingjörnum kærleika.

5 SKILNINGURINN.

Þessi birting felur í sér að skilja tilganginn með öllu sem er, þessi birting er í tveim hlutum sem þær fyrri, í fyrsta lagi er að skilja og færa það inn til sín að við erum einstök sérstök og að það gildir líka um alla aðra í kringum okkur svo að þó við séum einstök og eigum allt það besta skilið þá eiga allir aðrir líka allt það besta skilið, í öðru lagi er að færa okkur skilning á því hvernig við getum verið hluti af þessum skilningi og birt hann okkur sjálfum og öðrum í sannleika frá hjartanu.

Að kalla fram þessa birtingu getur verið erfitt ef við höfum það ekki hugfast að birtingin hefur ekkert að gera með skilning á því hlutverki eða vinnu sem við erum eða höfum verið að ganga í gegnum við skulum hafa það í huga að hún snýst um skilning á því hvernig lögmál guðs vinnur í mannlegri vitund í holdlegum líkama og hvernig við getum best orðið hlekkur í þeim samhljóm sem hún veitir.

6 ÓSKILYRTUR KÆRLEIKUR.

Að birta óskilyrtan kærleika er sú birting sem kemur í sjötta þrepi og er þessi birting í einu lagi ekki tveim eins og hinar.

Birting óskilyrts kærleiks er fyrst og fremst sú að við erum eitt með öllu allt er eitt með okkur, vitund okkar meðtekur umhverfið sem hluta af sér skilur það virðir það umbera það og á sama hátt blandast vitundin umhverfi sínu og deilir með því visku sinni og skilningi.

Að vísu kann þetta að vera almennt orðað og óskýr sumum þeim er lesa en þó kærleikurinn sé ávallt sá sami getur birting hvers og eins verið misjöfn vegna hans eigin gjafa, þó er það öllum sameiginlegt að birta hinn æðsta kærleika frá hjartanu ekki með ásetningi heldur sem fyrstu viðbrögð án umhugsunar og það er öllum í raun eðlilegt og skildu við í því sambandi horfa til ungbarna á meðan þau hafa ekki orðið fyrir áhrifum af umhverfi sínu, því er birtingin fólgin í því að birta kjarnann í sjálfum sér.

7 HINN GUÐLEGI MAÐUR.

Þetta er sjöunda og seinasta birtingin það æðsta þrep sem holdlegur maður getur birt.

Þessi birting er grundvölluð á ég veit, ég skil, OG ÉG GET, þar sem þessar þrjár setningar vega jafnt og mynda samhljóm í holdlegum manni sem framkvæmir og bregst við í sátt við sjálfan sig og lögmálin allt í kringum sig. Í þessari birtingu felst fyrst og fremst að losa sig frá öllum ótta og að geta ALLTAF brugðist við á þann hátt sem aðstæður biðja um, þegar því hefur verið náð er enginn efi til og við vitum að við erum að bregðast RÉTT við. Þegar við náum því höldum við þeirri orku sem við þurfum hverju sinni í þann tíma sem við þurfum á henni að halda, við höfum hluttekningu með öllu án þessa að láta tilfinninga flóruna trufla mat okkar á kringum stæðum og svo mætti halda áfram að telja upp því að sjálfsögðu eru í þessari birtingu allar hinar birtingarnar, því gagnstætt þeim er ekki hægt að ná þessari nema að spegla allar hinar fyrst.

Það mætt sjálfsagt fara mun ítarlegar í gegnum hverja birtingu fyrir sig og mæla fyrir um fyrirfram ákveðna æfingar til þess að ná hveri birtingu en það er mín sýn að með því væri ég að binda aðra við mitt form og tel það ekki rétt það verður hver og einn að finna sinn farveg sína leið til að ná birtingunum eftir því sem hans geta og vinnu aðferð er, það er hægt að ná birtingunum hverri fyrir sig og þarf ekki að fara eftir neinni röð eina skilyrðið er að ná fyrstu sex áður en sú seinasta hefur möguleika á að nást.

Finnbogi Rúnar.

Þessar hugleiðingar og sýnir á hinar sjö birtingar mannsins í holdi eru skrifaðar fyrir um tveimur árum, þær eru einfaldar og sjálfsagt mætti bæta þar við mörgum orðum, en síðan ber að líta til þess að stundum eru orð aðeins til að gera einfalda hluti flókna.

21.05.01 Finnbogi Rúnar.