Til Baka

Þegar ég sest niður nú seinni partinn í Júlí og velti fyrir mér hver af mínum skoðunum væri gott að færa fram núna, að mínu mati, þá varð mér hugsað til þess hversu orð og orðaleikir eru að hindra okkur öll mikið í því að vinna saman í sátt og samlyndi.

Það eru mörg mál sem væri hægt að taka fyrir, en það sem ég ætla að færa í tal er hvernig við sem vinnum í dulrænum málum og erum að hjálpa fólki ( miðlar, heilarar ), og svo þær aðrar stéttir sem vinna við að hjálpa fólki ( læknar, prestar, og fl og fl ) notum mismunandi orð til að tjá sama hlutinn, og getum síðan ekki orðið sammála um neitt!.

Það sem ég hef í huga er til dæmis að læknar viðurkenna að það er orku-svið sem umlykur líkamann og heldur í honum lífi, heilarinn kallar þetta áru-hjúp og úr honum les hann líðan viðkomandi, þetta dæmi snýr þannig við mér að ef heilarinn sleppir að hafa orð á því að þarna sé áru-hjúpur og talar þess í stað um orku svið gætu menn hugsanlega farið að ræða saman.

Það sem ég er að meina með þessu er að það er orðið svo stutt á milli þess sem hefur verið flokkað sem óhefðbundið og þess sem er hefðbundið að oft eru þetta aðeins tvö mismunandi orð á sama hlutnum, og síðan það að við sem erum í andlega geiranum höfum verið að sækjast eftir að verða viðurkenna sem fag fólk á okkar sviði.

Er ekki kominn tími til að menn hætti að láta smáa hluti skyggja á það sem skipir máli, sem er að þeir sem þurfa hjálp fái hanna.

Annað dæmi er að í mörgum kirkjum landsins eru fyrir bæna hringir sem er mjög gott mál, þar kemur saman fólk og biður fyrir öðrum á látlausan einfaldan hátt, flestir sem eru í andlegum málum er með fyrir bæna bækur sem þeir biðja fyrir, og margir sitja í bæna hringjum þar sem farið er í hugleiðslu og biðja þannig fyrir fólki, allar þessar aðferðir eru mjög góðar og hafa hjálpað mörgum, enn nú spyr ég hvers vegna sameinar allt þetta fólk ekki krafta sína og biður saman?

Í mínum augum er það eina sem á milli ber að við sem erum andleg þurfum að sleppa hugleiðslunni og mæta með fyrir bæna bókina í okkar kirkju og sameinast þeim sem þar eru í bæn fyrir því fólki sem um það hefur beðið.

Í lokinn vill ég segja það, að það sem fyrst og fremst ber á milli okkar og kirkjunnar er spurningin um lífið erfir dauðann og hvernig því sé háttað, og þau samskipti sem eiga sér stað milli heimana, ég verð að segja fyrir mig, að það skiptir mig ekki höfuð máli hvort sá sem ég er að tala við eða vinna með viðurkennir mína skoðun eða ekki, það sem skiptir mig hins vegar máli er ef ég get unnið með öðru fólki í því að létta byrði þeirra sem þess þurfa með.

Júlí 2ooo. Finnbogi Rúnar.