Til Baka

 

Rama.

15. jan ´06.

 

(Gefur frá sér hljóð) Gott kvöld!
Góða kvöldið (úr sal)!
Rama hérna.


Þessi háls er nú farinn að hósta áður en ég er byrjaður að tala nú orðið, þetta kalla ég nú kannski einum of mikla [eh] væmni.
Jæja, nóg um það.
Það sem mig langar til þess að hafa orð á í kvöld, er að [eh] þegar maðurinn kemur sér fyrir í holdlegum líkama þá er hann meðvitaður um það að ekkert kemur af sjálfu sér því að til þess að eitthvað gerist þarf framkvæmd.
Síðan þegar hann hefur komið sér fyrir [eh] í líkamanum til frambúðar, lokar á sínar tengingar að hluta til, þá á maðurinn til að halda að allt gerist af því að honum dettur það í hug.


Sem dæmi, [hóst] langar mig til þess að segja ykkur það að [eh] þegar sólin kemur upp í austri, morgun hvern, [öhm] afsakið, ég er ekki mikið fyrir að gefa eftir röddina mína, að við skulum segja að manni er sett fyrir það verkefni að fylgjast með sólinni frá því að hún kemur upp í austri og þangað til hún sest í vestri.
Maðurinn hugsar sig um í langan tíma og undirbýr þetta stóra verk.
Algengasta lausnin hjá manninum, við það að finna út hvernig hann gerir þetta, er að hann myndi fá sér bílaleigubíl, keyra uppá næsta hól þar sem hann gæti örugglega séð sólina koma upp í austrinu og fylgt henni eftir allan daginn, sitjandi í bílnum, og þangað til hún sest á bak við einhvern tind í vestri.


Hins vegar, ef þú bæðir vitran mann um að fylgjast með sólinni frá því hún kemur upp í austri og þangað til hún sest í vestri mundi hann velja sér stað þar sem hann sæi austursjóndeildarhringinn nema við haf.
Þar mundi hann horfa á sólarupprásina.
Síðan mundi þessi vitri maður leggja á stað í ferðalag.
Hann mundi fylgja sólinni eftir.
Hún sest á bak við eitthvað fjallið kvöldið eftir og hinn vitri maður myndi fá sér snæðing, leggjast til svefns og bíða þess að sólin kæmi upp næsta dag og halda ferðalagi sínu áfram þangað til að hann sæi sólina örugglega setjast í sjóndeildarhring yfir hafi í vestri. Þetta er tiltölulega auðvelt verk á þessu landi en þaðan sem ég kem var þetta kannski flóknara verk.
Það skiptir ekki máli hvort það tekur tvo daga, viku eða tvö ár því að á meðan þú fylgir sólinni eftir þá lærir þú að bjarga þér.
Þú lærir þolinmæði.


Þú lærir að skipuleggja sjálfan þig.
Þú lærir að finna vellíðan í einverunni en umfram allt þá lærirðu að ekkert gerist án tilefnar.
Þú lærir það að það er ekki nóg að setja upp sparisvipinn, setjast í hugleiðslu og vakna upp algáfaður.
Þú lærir það að þó að hugleiðslan sé nauðsynlegur þáttur á þroskalínunni þá þarftu að taka á þig bæði sorg og gleði á leiðinni að þroskanum, því að þó að margir læri mikið í sorginni þá læra þeir ekkert minna af gleðinni, svo framarlega sem gleðin kemur frá þeim.
Og þó að hugleiðslan sé nauðsynlegur þáttur í þroskanum, þá þarftu líka að læra að [eh] ganga á veggi, og skilja það að veggurinn er ekki eitthvað sem þú mátt brjóta niður.


Viskan felst í því að vera sem styðstan tíma að finna leiðina framhjá veggnum.
Vegna þess að það er enginn þroski fólginn í því að ryðja öllum og öllu úr vegi til þess að geta fengið eitthvað takmark fyrir sjálfan sig.
Í því felst ekkert nema vanvirðan við umhverfi sitt hvert sem það er.


Þú þarft að sýna öllu virðingu og þegar þú hefur lært það þá kemst þú að því að þú ert miklu fljótari að komast leiðar þinnar, heldur en með því að ryðjast áfram yfir allt, vegna þess að þegar þú sýnir umhverfi þínu virðingu þá jafnvel víkur veggurinn úr vegi fyrir þér vegna þess að honum þykir gott að fá virðingu og hlýju, alveg eins og hann hafnar og verður þykkri þegar hann fær ónot og yfirgang.
Þetta var nú svona það sem ég ætlaði að gefa ykkur til umhugsunar að þessu sinni.
[Eh] svona andstætt venju minni, þá ætla ég nú aðeins að hleypa ykkur að ef það er eitthvað sem þið viljið færa fram og fá, eða við skulum segja, reyna að fá svör við..

 

Ka (Rameses II)
12. febrúar ´06

Gott kvöld!
Gott kvöld [úr sal]
Þetta er nú svolítið öðruvísi en mig minnti. Enda verður maður gleyminn með aldrinum.
Ég er nú ekkert þekktur hér, hef aldrei verið þekktur í þessu samfélagi og ekki verið þekktur eftir árhundrað á jörðinni. Ég veit að allir vilja fá að vita hvað ég heiti. Ef ég segi nafn mitt eins og það er þá heitir það Ka en það er heldur ekki jarðneskt nafn. Ykkur finnst það kannski broslegt en ég hugsa að eina, eina nafnið sem að þið gætuð áttað ykkur á eða þekkt í sögulegu samhengi er nafnið sem þið töluðuð um hérna áðan; Rameses annar. Ég var ekkert að reyna að troða mér neitt sérstaklega öllum inn í þennan líkama því að það er hvort sem er svo mikið sem stendur út af. Ég kom ekki til þess að svara spurningum eða ræða um þann tíma sem ég var í Egyptalandi á þeim tíma svo að fólk getur bara grafið niður þær spurningar aftur og leitað sögulegra skýringa á þeim. Það hefur allt verið skráð opinberlega sem máli skiptir.


Það sem ég kom hins vegar til þess að segja er að það sem mannkynið þarf að hafa hugfast á þessum tímamótum sem það er að ganga í gegnum er að það má aldrei treysta blint þeim sem telja sig bornir til þess að ráða yfir fólkinu. Það er fólkið í heild sinni sem þarf að mynda stefnu framtíðar, ekki einhverjir útvaldir spámenn sem svo eru engir spámenn.


Ég kom svona til þess að setja þau orð inn hér að fólk fari að reyna að verða meðvitaðra og meðvitaðra um umhverfi sitt frá öllum hliðum, að fólk hætti að láta segja sér að því eigi að líka eitthvað ef því líkar það ekki, að fólk hætti að lúta öðrum í ótta og þori að hafa eigin skoðun. Ég er samt ekki að hvetja til sundrungar eða ofbeldis. Þvert öfugt, þveröfugt vegna þess að það sem skiptir máli er að þú í kurteisi og auðmýkt gagnvart sjálfum þér, fyrst og fremst, segir nei takk. Vegna þess segi ég [ehm] já, ég segi það vegna þess, bíddu nú við.


Því segi ég það að þið þú þurfir að vera auðmjúkur gagnvart sjálfum þér? Þið afsakið þessa örðugleika sem ég hef aðeins á að tjá mig. Vegna þess að ef þú getur ekki verið auðmjúkur gagnvart sjálfum þér hvernig ætlastu þá til að þú getir verið auðmjúkur gagnvart öðrum? Ef þú kemur fram við sjálfan þig sem drottnari hvernig geturðu þá annað en að reynt að drottna yfir öðrum. Það felst heldur enginn undirlægjuháttur í auðmýktinni vegna þess að auðmýktin gefur þér frelsi til þess að segja nei takk. Auðmýktin gefur þér fyrst og fremst þá leiðsögn að vera sjálfum þér trúr og þínum eigin hagsmunum en án auðmýktarinnar getur þú aldrei verið þínum hagsmunum trúr, vegna þess að þá ertu kominn inn í það að dóminera aðra hvað þína hagsmuni varðar vegna þess að mannkynið speglar alltaf sjálfan sig í næsta manni.


Verið trú ykkur sjálfum og það sem meira er; hafið skoðun á umhverfinu ykkar. Þið þurfið ekkert endilega að koma þeirri skoðun á framfæri við stjórnendur ríkjanna vegna þess að allavegana hér þar sem þið fáið að velja ykkar stjórnendur þurfið þið bara að vera sjálfum ykkur trú og skipta um stjórnendur svo lengi sem ykkur líka þeir ekki. Það er það sem skiptir máli, ekki að hrópa á götuhorninu hærra heldur en allir hinir vegna þess að þá ertu bara í raun og veru bara að fá aðra til þess að vera sammála þér, nákvæmlega. Það sem þú hins vegar getur gert til þess að benda öðrum á hvernig þú skoðar hlutina snýst ekki um að kalla á þá og skipa þeim fyrir heldur í hlutleysi að setja fram þínar skoðanir eða hvernig þú kemst að þeim, fyrst og fremst. Ef þú gefur öðrum kost á að sjá hvernig þú myndar þínar skoðanir þá er möguleiki til þess að þeir hinir sömu fari að mynda sér skoðanir í hlutleysi. Og svo hitt; að þegar þú segir frá því hvernig þú myndar þér skoðanir og hvað þú gerðir til þess að geta séð hlutina í nokkurn veginn hlutlausu ljósi þá er líka mjög mikilvægt að þú segir fólkinu frá því hvað það færði þér í líðan og almennu líferni.


Ætla ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni. [hóst] Ég byð forláts en ég ætla ekki að svara spurningum vegna þess að ég held að það séu ekkert allir sem hafa sjálfsstjórn til þess að sleppa Egyptalandi og mér finnst alltaf leiðinlegt að segja fólki að ég vilji ekki svara því í einstökum tilfellum. Egyptaland var barn síns tíma, hafði sína reisn og líka sína lágkúru. Það þurfti allt jafnvægi. En einu orðin sem ég ætla að segja um það verða seinustu orðin mín hér í kvöld eru það að við sem komum þar inn á þessum svokallaða konungsættartímum við vorum alltaf að reyna að líkja eftir sögnunum sem lifðu um hið forna Egyptaland orku og hagsældar og reyna að uppfylla fyrir þegnunum það sem þessir þegnar hinir sömu höfðu munnmæli og skrásettar heimildir um. Að svo búnu bið ég ljós og kærleika að ylja ykkar rót og lýsa hana upp svo þið getið, frá rótinni, skinið sem sól.

Morya
Fundur 8. jan. 2006

Góða kvöldið!
Góða kvöldið! Góða kvöldið (úr sal)!
Morya heiti ég. Það þótti við hæfi að ég mundi gefa ykkur örlitla viðkomu svona í upphafi þessa árs, vegna þess að [eh] þið eigið eftir að sjá það á því ári sem er að hefjast að [eh] sá þáttur sem ég vinn með; viljastyrkur og viljaþáttur mannsins, er það sem að þið þurfið mest á að halda á þessu ári í sjálfu sér. Hvers vegna? Vegna þess að í ykkar starfi sem, andlegt fólk, ljósberar á meðal ljósbera, mun allt ykkar snúast um viljastyrk, vegna þess að ykkur mun verða fært að ganga margar leiðir á því ári sem komið er. Hins vegar vitið þið öll hver ykkar leið er. Það þýðir ekki að aðrir viti hver ykkar leið er. Það er eitt af viljastyrknum, að standa með sjálfum sér.


Annað er, að það ár sem að nú er nýgengið í garð, við getum sagt að það sé ár riddara hringborðsins, vegna þess að [eh] þetta ár felur í sér sameiningu þeirra sem saman skulu standa, og þeir skiljast frá borðinu sem að ekki eiga þar sæti. Eitt af því sem að við, við getum sagt, að við höfum [eh] gert tilraun með þegar við stofnuðum riddara hringborðsins, var það að þó að riddara á þeim tíma væri alltaf ætlað að vera að berjast, að þá með samstöðunni sýndum við fram á það að riddararnir gátu haldið kyrru fyrir, vegna þess að samstaðan gaf þeim styrk á annan hátt heldur en vopnin. Heildartengingin, þessi hringur sem myndaður var á milli hjartastöðva.


Við þurfum líka að horfa til þess að þegar þessi hringborðseining verður virkjuð á þessu ári sem nú er komið, þá þurfum við líka að horfa til þess að allur sá styrkur sem þannig verður til er ætlaður til notkunar bæði á ytri og innri sviðum. Þó að þið horfið oft á umhverfið ykkar, sem er jarðneskt, og hugsið um það hvernig styrkurinn hefur áhrif á náttúru, fólk og annað það sem umhverfi ykkar geymir þá þurfið þið líka að muna eftir því að þið sitjið ekki bara við hringborð til þess að hafa áhrif á umhverfi ykkar á jarðnesku sviði. Ykkar er líka vænst, eigum við að segja, á æðra sviði, og þið sem vitundin á meðvitaðan hátt sinnið ykkar starfi beggja vegna tjaldsins, vegna þess að hvurnin eigið þið að vita hvar þörfin er til staðar í efniskenndum heimi mannsins ef þið hafið ekki fyrst komið að því að leysa hann á andlegu sviði vitundarinnar? Vegna þess að það er ekki þannig að þið þeysið á staðinn og gerið kraftaverk á einum degi. Þið getið gert kraftaverk hvenær sem að það er réttur tími til en kraftaverk verður aldrei gert án þess að það hafi verið undirbúið fyrst á sviði vitundarinnar. Þú kemur ekki inn í hús nágranna þíns með gólftusku og fötu og bara byrjar að skúra. Fyrst þarftu að hafa samband við þennan nágranna þinn og segja honum að þú sért að bjóðast til að koma með tusku og til þess að skúra, vegna þess að ef að ekki er undirbúið orkulega það sem þarf að gera þá eru áhrifin miklu minni og jafnvel ekki varanleg.


Verið meðvituð um vitund ykkar alla. Ekki bara dagvitund. Verið meðvituð um núið, ekki fortíðina, og sleppið því að leita að framtíðinni, vegna þess að ef það er eitthvað sem að þið getið gengið að vísu þá er það það að þið gangið alltaf á móti framtíðinni. Til hvurs er þá verið að hlaupa á undan sjálfum sér í leit að framtíðinni sem á að koma einhvern tímann síðar. Það er núið sem skiptir máli vegna þess að þar getið þið látið verk ykkar skipta máli. Verk ykkar í núinu skipta engu máli í fortíðinni, því að fortíðin er þegar leikin og verður ekki breytt. Framtíðin á eftir að fá sína leikendur og þess vegna verður ekkert að gert sem skiptir máli. En í nútíðinni þá eru allir leikendur til staðar, bæði þú og þeir sem eru í kringum þig. Þar hefur þú þitt hlutverk og þeir sitt. Reynið ekki að fara í hlutverk annarra vegna þess að það er ekki ykkar. Leyfið hverjum einstaklingi að leika sitt hlutverk eins og það kemur fyrir og einbeitið ykkur að ykkar eigin hlutverki, því að eftir því sem þið einbeitið ykkur betur að því þá skilið þið því betur frá ykkur, það er nú það sem að skiptir máli.


Þó ég að lokum ætla að taka, segja það að, það að það skiptir máli hvernig þið skilið ykkar hlutverki þýðir ekki að það sé einhver dómari sem dæmir frammistöðu ykkar en munið þið það að það eruð þið sem að dæmið ykkur sjálf. Þið eruð sakborningurinn, þið eruð sækjandinn, þið eruð dómarinn. Ég hef reyndar aldrei eins getað séð að við slíkan dómstól sé til eitthvað réttlæti en það er ekki mitt að ákveða það. Ég reyni bara að leika mitt hlutverk og skila því frá mér svo að dómarinn í mínum dómstóli verði eins vægur og kostur er, vegna þess að ég hef alveg sama dómarann og þið, það er að segja mitt ég.


Ætla að láta þetta duga. Hef aldrei verið mikið fyrir að svara spurningum fólks og ætla því að sleppa því. Hins vegar hefur hann svo sem verið nokkuð laginn með það sá sem á eftir mér kemur. Ég segi hlutina eins og þeir eru og hef alltaf gert og mun alltaf gera. Ef þú spyrð þá svara ég. Stundum hentar það ekki á meðal manna. Þess vegna tel ég yfirleitt best að láta það ógert. Ég bið hins vegar kærleikann að lýsa ykkur á göngu ykkar eftir nýju ári, og bið ykkur að vera góð við ykkur sjálf svo þið getið verið góð við aðra í kringum ykkur. Ykkar vellíðan er skilyrði þess að þið getið fært vellíðan til annarra.
Megi friður ríkja með ykkur í kærleika.
- Takk fyrir (úr sal)

 

Eldri hljóðritanir

Listaverk Guðs

[upptaka byrjar]...að ég vil biðja folk að líta til þess nú í náinni framtíð að það er listaverk Guðs eða annars þess sem það viðurkennir, það er listaverkið sem að orka alheimsins skapaði, og þessi demantur sem þetta listaverk er skorinn á hinn ýmsa veg en hvað, hver sem skurðurinn er á listaverkinu þá hefur hann sína einstöku og sérstöku útgeislun, geislun af ljósi sem að færir frá sér kærleika ef að hann fær leyfi til þess. Þess vegna bið ég þig tilheyrandi góður að leita að ljósinu, útgeisluninni þinni, útgeisluninni frá því einstaka sköpunarverki, einstaka demanti, sem þú ert. Þökk fyrir að hlýða.

Tónn hjartans

[upptaka byrjar]...að ég vil biðja þá sem þetta heyra að líta til þess hversu miklu fallegri heimurinn yrði ef að það ríkti samhljómur hvert sem litið væri. Ég vil líka biðja fólk að líta til þess að, hversu auðvelt lífið væri ef að samhljómur ríkti hjá þér hlustandi góður. Allir kunna að spyrja hver er þessi samhljómur. Samhljómur er tónn hjartans sem fær að líða út í gegnum alla orkulíkama þína út í ystu mörk og þar að hljóma öðrum sem hreinn tónn, sem hreinn* áttund. Leitaðu að þínum samhljóm og berðu hann öðrum svo að þeir megi leita að sínum. Þökk fyrir að hlýða.

í fyrirlestri

Leitaðu að samhljóm

[upptaka byrjar]...og biðja ykkur tilheyrendur góðir að leiða að því hugann hvort ekki sé orðið tímabært að leita að samhljómi í umhverfinu í kringum ykkur, hvort ykkur finnist ekki tímabært að finna samhljóminn í hjarta ykkar og leyfa honum að hljóma út í umhverfið, leyfa honum að leita að samhljómi með öðrum hljómum sem leita í gegnum mannshjartað í umhverfi sínu. Er ekki orðið tímabært að þú tilheyrandi góður leitir að þínum hreina tón svo að hann megi verða einn tónninn í sinfóníuhljómi náttúrunnar þess alls sem á yfirborði jarðar er og þannig færa þér betri líðan, betri afkomu, betri yfirsýn yfir samfélagið í kringum þig og þegar ég tala um samfélag tala ég um náttúrunna, tala ég um orkuna í kringum þig miklu meira heldur en mannkynið sem gengur með þér því að þú getur bara fundið þinn tón af því að hinir verða að finna sinn tón en ef þú leyfir þínum tón að hljóma hreinum og skærum þá kann að vera að einhverjir aðrir í kringum þig segi: ,,mikið er þetta fallegur tónn. Ég ætla að leita að mínum tóni og gá hvort að hann getur hljómað eins fallega og þessi tónn sem ég heyri”. Þökk fyrir að hlýða að þessu sinni.

Innri friður

[upptaka byrjar]...segja við ykkur sem þetta heyrið að hafið þið einhvern tímann hugsað til þess í alvöru að það sé hægt að lifa allt lífið án þess að verða reiður, að þú getir farið sjálfstæður og gert hlutina eftir þínu höfði án þess að verða reiður í eitt einasta skipti? Ég trúi að svarið sé nei, það hefur enginn hugsað til þess, en um leið og þú ert búinn að fá þinn innri frið, þína innri gleði þá hefur þú enga ástæðu til þess að vera reiður, þá hefurðu heldur enga ástæðu til þess að vera sár, afbrýðisamur eða neitt annað af því sem kallað eru neikvæðar hvatir mannsins. Leitaðu því innri friðar og gleði, frelsaðu sjálfan þig í staðinn fyrir að reyna að frelsa aðra því að fyrir þér er þín framtíð það sem skiptir máli, fyrst og fremst. Þökk fyrir að hlusta að þessu sinni.

Hugsaðu um sjálfan þig

[upptaka byrjar]...að ég vil biðja fólk að líta til þess nú í byrjun mestu breytinga sem gengið hafa yfir jörðina á sögulegum tíma þá vil ég biðja fólk að horfa til þess að það sem skiptir máli í því sem þú gerir er það er það sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Það kann að vera göfugt að hugsa um aðra, um alla fjölskylduna en það sem skiptir máli er það sem þú gerir fyrir sjálfan þig því ef að þú hlúir ekki að sjálfum þér þá hefurðu heldur ekkert öðrum að gefa. Byggðu þig upp og finndu gleðina í hjartanu og gangtu þannig til móts við þessa tíma. Þökk fyrir að hlýða.

Í upphafi nýrra tíma á jörð

Ég vil biðja þig tilheyrandi góður að líta til þess nú í upphafi nýrra tíma á jörðinni, upphafi breytinga og umbyltinga jarðarinnar að þegar þú gengur út að morgni dags, horfir á náttúruna í kringum þig hvort heldur sem það er í stórborginni eða sveitinni, hugsaðu þá til þess að lífið hér á þessari jörð væri miklu, miklu betra ef það væri friður á milli manna og náttúru og ef að maðurinn væri ekki sífellt að reyna að stjórna og breyta náttúrunni eftir sínum hug [?]. Leiddu hugann að þessu einstaka sinnum og komstu að þinni eigin niðurstöðu. Þökk fyrir að hlýða.

Viltu hugsa til þess?

[upptaka byrjar]…góður að leiða hugsun þína til þess hversu þú byggir á betri plánetu ef hér ríkti friður meðal allra manna. Ég vil líka biðja þig að hugsa til þess hversu umhverfið þitt myndi færa þér meiri hamingju ef að mannkynið virti náttúruna. Ég vil biðja þig að leiða hugann að því þegar þú ræsir bílinn þinn næst hversu mikið hann setur af eiturefnum út í það andrúmsloft sem þú síðan ætlar líkama þínum að draga að sér og vinna úr. Ég vil biðja þig að hugsa um það næst þegar þú lýsir því yfir að það þurfi að breyta náttúrunni að vilja mannsins hversu þú gætir notið hennar á heilbrigðari hátt [óskýrt hvað kemur á eftir], og ég vil biðja þig að hugsa til þess næst þegar þú talar um allsnæktir náttúrunnar, allsnæktir vatns, lofts og gróðurs hversu mjög búið er að valda miklu ójafnvægi í náttúrunni hjá þessari plánetu og mundu það að það sem þú gerir henni gæti tekið mörg hundruð ár að breyta til baka. Þökk fyrir að hlýða að þessu sinni.

Horfið jákvæð til framtíðarinnar

[upptaka byrjar]...tilheyrendur góðir að horfa til framtíðarinnar með bros á vör og með jákvæða hugsun. Ég vil biðja ykkur að skoða það hvað þið viljið í jákvæðri mynd sjá í ykkar eigin framtíð, ekki í framtíð annarra, og þegar þið hafið fundið ykkar jákvæðustu mynd af framtíðinni þá ætla ég að biðja ykkur að festa hana inn og muna eftir henni og síðan ætla ég að biðja ykkur að vinna allt að þessi mynd geti orðið að veruleika þannig að þið megið eiga bjarta og sátta framtíð fyrir ykkur því ef að þið gerið þetta þá mun heimurinn breytast miklu hraðar heldur en ella í jákvæða átt. Þökk fyrir að hlusta að þessu sinni.

Hvað er ófriður?

[upptaka byrjar]... að ég vil biðja þig tilheyrandi góður að líta til þess að þessu sinni hvað þér finnst að þú getir gert til þess að koma á friði í heiminum. Ég þykist vita að margir svari um hæl að það sé ekki margt sem sé hægt að gera í þeim málum fyrir einstakling uppá Íslandi en hefurðu hugsað til þess að það er margt annað ófriður heldur en vopnaskak. Það er margur annar ófriður heldur en deilur á milli þjóða. Ófriður er alveg eins endalausar deilur einstaklinga um ekki neitt sem skiptir máli. Endalausar deilur um það hvort að það eigi að fara á fætur klukkan átta eða fimm mínútur yfir átta svo að eitthvert fáránlegt dæmi sé tekið. Þess vegna vildi ég biðja þig tilheyrandi góður; finndu friðinn með sjálfum þér því að þegar þú hefur fundið þann frið þá mun líka friður ríkja umhverfis þig. Þökk fyrir að hlýða að þessu sinni.

Leitaðu gleðinnar

[upptaka byrjar]...vil biðja þig tilheyrandi góður að líta til þess hvenær þú ert glaður og hvenær þú ert ekki glaður með það sem þú gerir það starf eða hvort eð heldur það er heima fyrir eða eins og það er orðað: í vinnunni. Ég vil biðja þig að skoða hvert það tilvik þar sem þú ert reiður, leiður eða vansæll á annan hátt og spyrja þig í einlægni hvað veldur því. Svarið er í sjálfu sér einfalt ef þú vilt taka því, þá birtist það þér í þeirri fyrstu hugsun sem kemur á eftir spurningunni. En mundu það að gleðin er það eina sem getur fært þér jafnvægi, fært þér vellíðan. Þess vegna vildi ég biðja þig í lokinn tilheyrandi góður; ræktaðu með þér gleðina og... [óskýrt á eftir]. Þökk fyrir að hlýða að þessu sinni.

Miskunnsami Samverjinn

[upptaka byrjar]...að ég vil biðja þig tilheyrandi góður að veita því athygli að...[óskýrt] miskunnsami Samverjinn var notaður sem dæmisaga fyrir...nær 2000 árum hugsaði mannkynið um það eitt að hver og einn...mætti lifa af, verða ánægður og hafa fyrir sér . Í dag 2000 árum síðar er mannkynið ennþá í sömu hugsununni um það að það er ,,ég” það eina sem skiptir máli og ég geri hvað sem er á kostnað hvers sem er svo að ég megi hafa það gott. Hugsið um þessi orð. Ef ykkur finnst þau eðlileg eins og þau eru sett fram þá er það ykkar mál, en ánægðari væri ég ef þið finnduð í þeim þær villur sem.... Þökk fyrir.

Hvers óskar þú öðrum?

Mig langar til þess að segja við ykkur sem til munuð heyra; verið vakandi fyrir orðum ykkar og verið vakandi fyrir gjörðum ykkar því allt sem þér gjörið munu og aðrir gjöra yður. Gefur þú frá þér kærleik í morgunmat mun þér verða færður kærleikur í þinn morgunmat en sendir þú nágrannanum bölbænir í kvöldverð munu bölbænirnar verða þinn kvöldverður áður en að yfir lýkur. Þökk fyrir að hlusta að þessu sinni.