Heim.

20.02.02.

Orkan.

Öll orka hefur tilgang, öll 0rka gefur eitthvað að geyma sem hver og einn getur tekið til sín sé hann opinn fyrir því.

Hins vegar ráðleg ég fólki að sleppa því að taka til sín það sem er í orkunni í kringum það í daglegu amstri, en taka til sín það sem orkan færir því í gegnum flæðið ofan frá, því það er svo mikið af mismunandi áherslum í þeirri orku sem fólk gengur í daglegu lífi, reiði og öðrum hugsana brestum mannsins ásamt hinu góða og jákvæða, en þegar allt þetta blandast saman getur verið ill gerlegt að þekkja í sundur hvað er hvað, þess vegna skildi hver og einn tengja sig við uppsprettu orkunnar og næra sig þannig og hafa ávalt með sér nægt flæði af hreini kærleiks orku fyrir sjálfan sig og alla þá sem það vilja þiggja í kringum hann.

Þetta er einfalt í sjálfu sér en þó ekki, vegna þess að ekkert gerist af sjálfu sér, ekkert gerist án að til þess sé stofnað, hins vegar getur það ef við orðum það þannig orðið sjálfvirk tenging þegar fram líður, en til þess þarf að vinna og hana þarf að skapa til þess að hún megi verða sjálfvirk, þegar hún er orðin það (sjálfvirk) þá er flæði orkulíkamanns orðið jafnt og enginn hnökri sem hefur bein áhrif á dómgreind viðkomandi ef við orðum það þannig.

Og þá komum við kannski að því sem nefnt var í upphafi, hvað er nauðsinlegt og hvað er ónauðsinlegt?

Allt sem þú þarfnast er nauðsinlegt og allt það sem þú finnur ekki stað fyrir innan þinnar heildar innan þíns hjarta er ónauðsinlegt.

Þú átt aldrei að setja eitthvað inn í hjarta þitt til þess að þóknast öðrum og þú átt aldrei að búa til eitthvað í hjarta þér sem annar segir þér finnir þú ekki stað fyrir það strax í upphafi.

Vegna þess að allt sem þér er nauðsinlegt býr í hjarta þínu og það ónauðsinlega kemur utanfrá og er ávalt að reyna að koma sér fyrir innan hjarta þíns í formi þeirra munstra sem samfélagið hefur búið til, sem fjölskyldurnar í landinu og heiminum jörð hafa búið til í gegnum ár hundruðin.

Þetta eru munstur sem haldið er að einstaklingnum sem eitthvað sem sé sjálfsagt og "rétt" hegðun, en hún þarf ekki að vera réttari en nein önnur hegðun, vegna þess að allt sem kærleikinn ber þér í hjartanu er "rétt" fyrir þér og kærleikinn ber aldrei neitt nema góða hluti með sér, hann ber alltaf ótakmarkaða virðingu fyrir lífinu, hann ber alltaf kærleika til nágrannans.

Það er kærleikinn, en fyrst og fremst ber hann virðinu og kærleika til sjálfs þíns það er tilgangur hjartans, því að hvernig ætlar þú að bera öðrum það sem þú getur ekki borið sjálfum þér?

Góð spurning sem ég ætla að láta hverjum og einum eftir að svara fyrir sig, því að sjálfsögðu get ég ekki svarað fyrir ykkur, ég get bara svarað fyrir mig og mitt svar er einfalt, ég get ekki birt öðrum það sem ég get ekki birt sjálfum mér.

Með kærleika og friði.

Greifinn af Saint German.