03.11.01.

Það býr kærleikur með framtíðinni.

Mig langar til þess að biðja fólk að líta til þess inn í framtíðinni, að þar ríkir kærleikur, þar ríkir það sem kallað er frelsi til þess að vera sá einstaklingur sem þú í raun ert, hvernig sem þú horfir á það.

Þar ríkir kærleikur til þess að þú megir verða frjáls af munstrum samtíðarinnar, frjáls af því sem kallað fjölskyldu munstur samfélags munstur.

En ég vill líka vekja athygli fólks á því, að þó þetta frelsi búi inn í framtíðinni, þá mun það ekki verða til nema einhver staðar sé tekið til hendinni á þeim tímum sem við lifum í augnablikinu, það gerist aldrei neitt af sjálfu sér og það getur eingin setið og beðið eftir því að tilfinningar þeirra gufi upp, það er vinna sem hver og einn verður að vinna fyrir sjálfan sig, það getur enginn gert það fyrir hann.

En hann legur af stað, hver einstaklingur og byrja að laga sitt ekki annarra, þá mun framtíðin bera þá frjálsu mynd sem ég hóf mál mitt á.

Ef aftur á móti enginn gerir neitt þá munu orð mín verða ómerk og ekkert frelsi ríkja umfram það sem það er í dag, mér þykir líka rétt í þessu samhengi að benda á það, að það er ekki sjálfgefið fyrir neina sál að koma hingað inn, það er því síður einhver kvöð fyrir sálina að koma inn í holdlegan líkama á jörðinni, ræðst af því hversu hæfir einstaklingarnir eru til þess að takast á við þá hluti sem þarf að uppræta í nútíðinni svo að framtíðin megi bera með sér frelsi og frið.

Þetta voru nú þau orð sem ég tók með mér, þau kunna að virka örlítið sundur laus, en þau eru nákvæmlega sú mynd sem ég sé frá nútíð inn í framtíð.

Stærstur hluti mannkyns þráir frið inn í framtíðinni og frelsi til þess að vera, en á samatíma vill enginn leggja neitt á sig svo að svo megi verða og ef eitthver legur eitthvað á sig svona í alþjóðaskilningi, þá er það helst að taka til í garðinum hjá nágrannanum.

Það er það verk sem síst skildi vinna, taktu til í þínum garði því að á honum berðu ábyrgð og engu öðru, hvort heldur það er einstaklingur eða þjóðir í heild sinni.

Það er engum ætlað að ráðska með aðra og hefur aldrei verið í gegnum alla mannkyns söguna.

Með kærleika frið og frelsi.

Greifinn af Saint German.