31.08.01.

Mannleg samskipti.

Þegar við horfum á mannleg samskipti þá er fólk haldið þeirri meinloku að anna hvort þurfi það að skríða hvort fyrir öðru og samþykja allt sem hinn segir, eða þá það rís upp eins og sumir mundu segja á afturfæturnar eins sumir mundu segja og urrar á nágrannann.

Í staðin fyrir að standa bara á sinni meiningu án þess að urra á nágrannann og síðan samþykkja síðan það sem þeim finnst rétt.

Því eins og stundum hefur verið sagt áður, að þá er það nú enginn sem getur sagt öðrum hvernig hans mynd er og þess vegna hefur hver og einn sína sjálfstæðu mynd.

Þess vegna er það annar þáttur sem er afskaplega góður í mannlegum samskiptum og það er að virða skoðanir annarra, vegna þess að ef þetta tvennt fer saman að vera mildur og halda sínu fram í tiltölulega mildri orku og virða skoðanir annarra á sama tíma, þá verða mannleg samskipti á afskaplegu góðu plani eins og stundum er sagt.

Með friðar kveðju.

Bernoldi, munkur af Guðs náð.

Horfðu í spegilinn.

Fólk ætti að líta til þess þegar að það er að horfa á sjálfan sig í spegli, hvers virði það er.

Því að kannski þegar fólk gerir þetta fyrir framan sig sjálft í speglinum, þá sér það að ekki er hægt að leggja verð mat á manninn líf hans og störf.

Hann getur fengið ýmist sanngjarnt eða ósanngjarnt endurgjald fyrir vinnu sína, sem er undir honum sjálfum komið að verð leggja, en það er aldrei hægt að meta einstaklinginn í krónum og aurum pundum eða mörkum.

Vegna þess að það er ekki til nema eitt eintak af því sem þið sjáið í speglinum og þegar aðeins eitt eintak er til þá er enginn viðmiðun til um það hvað slíkt kostar.

Lífið er öllum heilagt eða ætti í það minnsta að vera það, hvort heldur það er líf bræðra þinna og systra í kringum þig á jörðinni, eða hvort það er líf annarra vera, dýra og annars þess sem í kringum þig gengur á jörðinni og ef allir mundu líta á lífið sem heilagt þá mundi fólk heldur ekki aflífa dýr nema rétt sér til matar (fyrir þá sem þess þurfa með), en ekki sér til skemmtunar eða bara í hégóma leit.

Megi blessun ríkja meðal ykkar.

Stjórnandi sjöunda geisla.