Mikael og Faith.

Mikael.
Mikael er erkiengill trúar og verndar og prins englaríkisins.
Hann er konungur Erkienglanna og stjórnandi engla-ríkisins.
Hann hefur stærstu hersveit engla undir sinni stjórn, af öllum Erkienglunum.
Hann starfar á alheimsvísu en veitir þó einstaklingum mikla aðstoð.
Hann hefur verið þekktur af sumum í gegnum aldirnar, meira en nokkur hinna Erkienglana.
Mikael bauðst til að vernda alla sem fæðast á jörðinni eða öðrum plánetum sólkerfisins þar til þeir hafa náð upprisu.
Hann er einnig þekktur sem Engill Frelsunar vegna þess að hann losar lífsstraumana frá mannheimum með sverði Bláa Logans og vinnur hvert það starf sem krafist er í þágu Ljóssins.
Sérstök þjónusta hans er hreinsun andrúmslofts jarðarinnar af geðheimsefni.
Einnig hreinsar hann einstaklinga af hinu sama.
Mikael hefur gullið hár og blá augu og er venjulega klæddur í blátt með gylltu.
Rafeindamerki hans er vængjað höfuð Kerúba.
Lykillag hans er "Brúðarmarsinn" úr Lohengri eftir Wagner.

Faith.
Faith (trú) er Erkiengill á 1. geisla og tvíburageisli Mikaels.
Þau vinna bæði með Herkúles sem er Elóhím á 1. geisla.
Eiginleiki hennar er trú og litur blár.

Heimild: Hvita Bræðralagið (Helgistjórn Jarðarinnar)