Til Baka

Saint German.

17 Ágúst 2003.

 

Þá getum við nú haldið áfram að ræða okkar helstu tilfinningamál, ef við getum orðað það þannig.

Þó ég ætli nú ekki að fara að rekja garnirnar úr einum eða neinum og kannski verður nú það sem ég kem með svolítið blandað í kvöld, vegna þess að ég þarf að gera grein fyrir sumum hlutum og koma öðrum á framfæri.

En þannig er í kvöld að við getum litið á það að þessir fundir sem hafa gengið í þó nokkurn tíma og við erum að fara hér inn á fjórða árið í þessari starfsemi í raun og veru þegar allt er með talið.

Þá verðum við líka að horfa til þess að þróun verður ekki bara á þeim aðilum sem ljá líkama sinn til þess að við getum talað, heldur líka því umhverfi sem þeir búa í, og þá er ég að meina orkulegt umhverfi, ekki þetta veraldlega, sjáanlega umhverfi. 

Ef við byrjum þá á því sem ég þarf frá mér að koma, þá getum við horft til þess að ég hef breytt talsvert baklandinu á þessu sumri, og fyrir þá sem sjá inn í orkuna, þá sjá þeir það að í kvöld hef ég mætt í fyrsta sinn með það sem hefur í gegnum mannkynssöguna verið í andlegri vinnu kallaðir “máttarstólpar”.

Vegna þess að þeir flytja ótakmarkað magn af orku eftir því sem þarf hverju sinni, óháð kringumstæðum, óháð því hvar við erum stödd.  Þeir eru til staðar, og ef móttakari fyrir orkuna er í lagi og til staðar, þá er þessi orka til staðar, því allt snýst þetta um jarðbindingu og það sem við getum kallað að geisla út orkunni.

Vegna þess að þegar við sendum hana á ákveðinn hátt inn í hendur, augu eða önnur þau verkfæri sem við höfum til þess að senda frá okkur orku, þá erum við að vinna að ákveðnu verkefni.

En þegar við erum að koma frá okkur skilaboðum, eða öðru því sem felst í vinnu sem fram fer á svona almennum opnum fundum yfirleitt, þá geislum við frá okkur orkunni þannig að hún fer ekki á ákveðinn stað, en er samt alltaf til staðar.

Hver getur sótt í hana sem þarfnast hennar, og það þarf ekkert að vera meðvituð ákvörðun því að sálin, eins og við orðum það í daglegu tali, getur sótt orku án þess að heilinn hafi nokkuð með það að gera. 

Einnig hefur það gerst í því sem við höfum verið að nota í sumar, á meðan þessi farvegur allavega var ekki í vinnu, að við höfum verið að blanda okkur meira og meira inn í orkuform farvegsins, það er að segja, í þessu tilfelli er það aðeins ég sem hef aðgang eða lykil að þeirri blöndun, vegna þess að það væri ekki hægt að leyfa hverjum sem er að blandast á slíkan hátt.

Og í kvöld hef ég stigið það seinasta skref sem ég mun stíga í því, eigum við að segja næstu tvö árin.

Vegna þess að ég hef náð þeirri blöndun að hafa líkamann á valdi mínu eins og það væri minn eigin líkami.

Þetta kannski skiptir ekki máli fyrir ykkur sem hér sitjið, en þó finnst mér, og hefur alltaf fundyst rétt að leyfa þeim sem sitja fundina að fylgjast með þeirri þróun sem á sér stað og leyfa því að fylgja inn í orkuna svo að fólk megi vita það.

Þetta er svona það sem ég ætlaði að segja í þeim efnum.

Þá getum við snúið okkur að því sem að venju er umræðuefnið hér þegar við komum saman. 

Þá langar mig að fara að þessu sinni inn á þá hluti hvernig við getum lifað með umhverfinu okkar án þess að verða hluti af þessu umhverfi.  Vegna þess að daglega, þegar við göngum á meðal samborgaranna, meðal þeirra sem við vinnum með, skemmtum okkur með, með þeim sem við lifum með, þá erum við misjafnlega mikið, eftir því hversu opin orkan okkar er, hluti af þessu umhverfi.

Við erum ekki aðeins hluti af því sem er að gerast, við erum líka hluti af því sem viðkomandi einstaklingar bera með sér hið innra.

Það er bæði góð og slæm líðan, eftir þeim sem í hlut á og þeim sem er til staðar hverju sinni.

Við þurfum að geta verið við sjálf, án þess að við séum að bera umhverfið okkar á bakinu, ef við getum notað það orð.

Vegna þess að þegar við erum að taka aðra og bera þá, þá erum við ekki að gera þeim neitt gagn, við erum fyrst og fremst að breyta okkar eigin líðan, þannig að við annaðhvort finnum fyrir einhverri ofsagleði sem við skiljum ekkert hvaðan kemur, og við getum ekki notið hennar vegna þess að við erum alltaf að hugsa um það; hvað gerðist.

Eða þá að við tökum inn á okkur vanlíðan frá fólki sem í kringum okkur er í umhverfinu og þessi vanlíðan, hún er bara að valda okkur vanlíðan, hún hverfur ekkert úr orku þess sem á þessa vanlíðan.

Hún er þar til staðar vegna þess að viðkomandi, sem á vanlíðanina skilur ekki; af hverju honum líður svona.

Um leið og þú skilur af hverju þér líður svona, þá hættir vanlíðanin smám saman, þó það gerist ekki svona eins og fingri sé smellt.

En hún hættir þegar skilningurinn kemur á því af hverju hún er þarna og hvað það var sem orsakaði hana í upphafi.

Það er stundum einn stærsti misskilningurinn hjá fólki að það leitar alltaf í stysta legginn sem það finnur.

Þetta olli hluta af þessari vanlíðan, og þá stoppar það bara og pússar þennan þátt, en gleymir á gá hvort það sé annar þáttur hinum megin sem heldur áfram lengra inn í fortíðina.

Það er ekki fyrr en það er ekkert á bakvið, að þú ert búinn að finna rótina.

Það er ekki fyrr en þú ert búinn að finna rótina, sem þessi vanlíðan hverfur.

Vegna þess að eins og margir þekkja, hér á þessu landi og annars staðar; að þú getur farið og reytt arfann úr beðinu, en ef þú gerir það svona með hangandi hendi, eins og sagt er, þú skilur rótina eftir og hann er kominn eftir nokkra daga aftur vegna þess að það sprettur upp af rótinni.

En ef  þú tekur rótina kemur arfinn ekkert aftur, vegna þess að það er ekkert að spretta upp af.

Þannig eru tilfinningar mannsins, ekkert líkar, heldur; þær eru þannig nákvæmlega.

Þegar þú finnur rótina fyrir vanlíðaninni, þá getur þú upprætt hana.

En það sem við vorum að tala um, það að vera með alla í kringum sig á herðum sér, það er kannski ekki til neitt ráð sem að gerir það að verkum að þú verðir þú á augnabliki.

En fyrsta skrefið hjá hverjum er að sleppa svolítið af forvitninni sinni.  Vegna þess að um leið og þú ferð að finna eitthvað og það vekur forvitni þína, þá ferð þú að skoða það betur og þá bara togar það meira og meira í.

Þannig að áður en þú veist af ertu kannski búinn að finna endann á þessari vanlíðan, eða hverju sem það er, en þú ert líka kominn með hana alla inn til þín.

Þú verður að moka henni á meðvitaðan hátt út því annars situr hún bara áfram og verður heimakomin.

Þess vegna þurfum við að temja okkur það, þegar við finnum það að það er eitthvað inni hjá okkur sem við eigum ekki að þá getum við á afskaplega hlutlausan hátt í okkar hugsun vísað þessu frá okkur og  beðið þá sem með okkur eru að hjálpa okkur til þess, á meðan við erum að læra.

Síðan þegar við höfum lært, þá hættum við að draga þetta að okkur.  Vegna þess að við hættum að skoða allt sem er í umhverfi okkar, eitthvað sem okkur kemur ekki við.

Þegar þú situr á kaffihúsi og horfir á borðið þarna og sérð konu og þú segir; “mikið afskaplega er þessi kona sorgmædd á svipinn.

Hvað skyldi vera að hjá henni?”  með þessum orðum ert þú byrjaður orkulega að skoða þessa konu, og áður en þú veist af ert þú kominn með hennar vanlíðan inn á þig, vegna þess að þó þú gerir þetta ekki á meðvitaðan hátt ert þú kominn af stað að skoða hana og þú ert byrjaður að ryksuga upp til þess að geta skoðað í hreinni forvitni.

En um leið og þú getur sest inn á kaffihús og talað bara við þann sem með þér er eða verið einn með þínum hugsunum, skoða blöðin eða hvað sem þú vilt gera, þá ertu laus við tilfinningarnar frá konunni sem situr við borðið þarna hinu megin.

En þá komum við kannski að hinum þættinum, að þegar þú lest blöðin, þá getur þú verið að taka til þín alls konar blandaða orku, vegna þess að prentað mál flytur með sér orku.

Ef að þú sekkur þér ofan í það sem stendur í blaðinu.

En ef þú lest yfir það sem stendur í blaðinu, það sem stendur í bókinni, það sem stendur í prentuðu máli, á hlutlausan hátt, þú hvorki dæmir það rétt eða rangt, þú hefur þína skoðun á því en hefur það hugfast að allir hinir mega hafa sína skoðun á því, þá ert þú hættur að taka þetta prentaða mál inn til þín til einhverrar byrði.

Það er mjög algengt fyrir ykkur sem að eruð að leita þroska ykkar á andlegum vegi, að þið lesið jafnvel bækur sem eru skrifaðar fyrir tvö til þrjú, jafnvel fjögur hundruð árum síðan og þið takið þær svo inn til ykkar að þið eruð jafnvel farin að breyta öllu sem þið hafið verið að gera áður en þið vitið af.

Svo þegar þið hafið breytt öllu og farið að fara eftir bókinni, þá komist þið að því að það passar ekkert fyrir ykkur, vegna þess að það sem stendur í bókinni var mjög gott á þeim tíma sem bókin var skrifuð, en í orkunni eins og í öllu öðru, þá hefur orðið geysileg þróun, þó ekki sé nema á seinustu tuttugu árum.

Þess vegna þarf það sem var gott og gilt fyrir tuttugu árum og hjálpaði mörgum í sinni leit, ekkert að passa fyrir þig í dag.

Vegna þess að það gilda önnur lögmál, það eru aðrir hlutir sem að er verið að fjalla um í raun og veru.

Fyrir utan það að allar bækur eru persónubundnar fyrir þann sem skrifar þær og þess vegna framsetningin kannski ekki rétt fyrir þig.

Þegar bókin er lesin hlutlaust, þá tekur þú sjálfkrafa það sem passar þér, en þú skilur líka eftir það sem passar þér ekki.

Þú leyfir því bara að liggja, vegna þess að þú veist í sannfæringu þinni að þetta er ekki fyrir þig.

Þetta er bara fyrir einhvern annan, vegna þess að honum þarf ekki að passa það sem þér passaði.

Þannig er um allt sem við segjum, þannig er um allt sem ég segi, vegna þess að ég set fram hluti í þeirri von að eitthvað af því sem ég segi geti nýst þér, og eitthvað þér, og svo fram eftir götunum, vegna þess að ég er ekki að tala við einn einstakling.

Ég get ekki miðað orð mín út frá því að það sé þessi einstaklingur sem eigi að hlusta á þau.

Þetta var nú svona það sem ég ætlaði að segja að þessu sinni, eða í kvöld um þessa hluti.

 

Til Baka